: Urrun rafmagnsfjallahjól

Létt og kraftmikið trail rafmagnsfjallahjól sem kemur með 85 NM Shimano mótor, 630Wh batteríi, 120 mm fjöðrun að framan og dropper sætispípu. Einnig er hægt að panta auka utanáliggjandi batterí sem er 210Wh fyrir enn lengri endingu og bretti með bögglabera fyrir þau sem vilja hjóla í vinnuna. Þetta er draumahjól fyrir þau sem vilja kraftmikið og létt rafmagnsfjallahjól í langa hjólatúra sem hegðar sér eins og venjulegt fjallahjól

Framdempari

120mm

Head Angle

66°

Mótor

85 Nm

Batterí

630 WH

Vönduð hönnun

Allir kaplar eru þræddir snyrtilega meðfram stýri og í gegnum stellið sem er smíðað úr áli og flestar suður slípaðar niður, allt þetta er gert til að hjólið líti sem allra best út

Hjólatölva

Hjólatölva fylgir Urrun hjólinu til að sýna þér hraðann, batterí og hvaða hjálp þú ert með stillt á

Bretti og bögglaberi

Hjólið kemur með festingum fyrir bretti og bögglabera sem er hægt að panta með hjólinu

Auka utanáliggjandi batterí

Hægt er að panta auka 210 WH utanáliggjandi batterí sem er hægt að taka með í allra lengstu hjólatúrana

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að? Sendu okkur þá línu og við hjálpum þér að finna draumahjólið!

ofsi@ofsi.is